Stigakerfið

Spilað er skv. forgjöf og hafa stig sem eru unnin/töpuð í hverjum leik áhrif á forgjafartölu spilara.

Slegist er um tvö stig að hámarki í hverjum leik (2%) og eitt stig í hverri lotu (1%) (Oddaleikir geta hámark gefið tvö stig)

Fyrir aðila með jafna forgjöf (spá 21-21) þarf að vinna lotuna með 10 stigum til að fá hámark (21-11) fyrir lotuna (1%).

Stigakerfið reiknar út forgjöf og raðar niður í leiki. Þar geta leikmenn séð hvað þeir þurfa að ná til að ná stigum af andstæðingunum.

Forgjöfin fylgir tímanum (leikmenn fara með endurreiknaða forgjöf inn í næsta tíma)

Nokkur dæmi um stakar lotur og útreikninga úr þeim

Lota 1 - Spá 21 21
Raun 21 21
Árangur 100% 100%
Heildarárangur 200%
Hlutfall af árangri 50% 50%
Stig 0 0
Lota 2 - Spá 21 21
Raun 21 10
Árangur 100% 48%
Heildarárangur 148%
Hlutfall af árangri 68% 32%
Stig 1.1 -1.1
Lota 3 - Spá 21 19
Raun 19 21
Árangur 90% 111%
Heildarárangur 201%
Hlutfall af árangri 45% 55%
Stig -0.3 0.3
Lota 4 - Spá 21 10
Raun 21 19
Árangur 100% 190%
Heildarárangur 290%
Hlutfall af árangri 34% 66%
Stig -1.0 1.0

Lota 1 hér að ofan er sýnd til að hægt sé að átta sig á því hvernig stigakerfið virkar. 21-21 er að sjálfsögðu ókláruð lota, engin ástæða til að benda á það ;)

Í lotu tvö eru punktar > 1 og því er einungis gefið hámarkið 1 fyrir þessa lotu

Í lotu þrjú fær lið A 0.3 punkta í mínus og lið B plús 0.3. Ef þeir hefðu hafið leikinn með 50 í forgjöf hefðu stigin komið til minnkunar hækkunar og þeir því endað í 49.7 eða 50.3 eftir því hvort við átti.

Í lotu fjögur sést að aðilar sem spáð var 21-10 tapi er búnir að fá fullt hús stiga í 21-19. (Í 21-18 hefðu þeir fengið 0.9 fyrir lotuna)

Fyrir heilan leik eru gefin 0.2 punktar fyrir það lið sem vinnur flesta punkta samanlagt í lotunum í fullkáruðum leik

Fyrir þá sem vilja hafa þetta einfalt þá er alltaf betra að vinna og með sem mestum mun!

Hvernig er spá fyrir leikinn fundin út?

Spáin er reiknuð þannig út að deilt er í mismun spilara með 4 sem gefur hækkun/lækkun í hverri lotu

Dæmi: Lið A hefur 70 í forgjöf samanlagt og lið B hefur 50. Mismunurinn er (70-50) 20 og er deilt í hann með 4 til að fá út 5 stiga minnkun fyrir veikara parið. Spáin verður því 21-16 og liði A því spáð sigri